Ákærður fyrir manndráp og ósæmilega meðferð á líki

Dómshúsið í Árósum. Þar var maðurinn leiddur fyrir dómara.
Dómshúsið í Árósum. Þar var maðurinn leiddur fyrir dómara. Ljósmynd/Wikipedia.org

Karlmaðurinn sem játaði í dag að hafa orðið íslenskri konu að bana á Aust­ur-Jótlandi í Dan­mörku verður ákærður fyrir manndráp og fyrir ósæmilega meðferð á líki. Þetta segir Michael Kj­eld­ga­ard, yf­ir­lög­regluþjónn á Aust­ur-Jótlandi, í sam­tali við mbl.is. 

Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Árósum á níunda tímanum í morgun. Réttarhöldunum er ekki lokið en lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. 

Hvarf kon­unn­ar, Freyju Eg­ils­dótt­ur Mogen­sen, var til­kynnt á þriðju­dag en síðast sást til henn­ar á fimmtu­dags­kvöld um klukk­an 23.30 þegar hún hafði lokið vinnu sinni á hjúkr­un­ar­heim­ili í Odder. 

Ekkert hægt að gefa upp um fyrri brot

Á laug­ar­dag fékk vinnu­veit­andi til­kynn­ingu um veik­indi Freyju í formi sms-skila­boða úr síma henn­ar. Kjeldgaard segir í skoðun hvort hún hafi sent skilaboðin sjálf en vill ekki segja hvort það sé talið ólíklegt. 

Þá er ekki hægt að gefa upp á þessari stundu hvort maðurinn hafi áður komist í kast við lögin eða hvort hann hafi áður beitt Freyju ofbeldi. 

Maður­inn er sakaður um að hafa þrengt að önd­un­ar­vegi Freyju með þeim af­leiðing­um að hún lést.

Samkvæmt upplýsingum frá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur málið ekki komið inn á borð þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert