Bjóða Dönum aðstoð við rannsóknina

Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar hefur boðið lögreglunni á Austur-Jótlandi fram aðstoð sína við rannsókn morðsins á Freyju Egilsdóttur Mogensen. Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra.

Fyrrum sambýlismaður Freyju játaði á sig verknaðinn í gær og hefur nú verið færður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann er ákærður fyrir manndráp og ósæmilega meðferð á líki, eins og Michael Kjeldgaard, yfirlögregluþjónn á Austur-Jótlandi, staðfesti við mbl.is í dag.

Karl Steinar segist ekki geta veitt upplýsingar um hvernig aðstoð lögreglu hér á landi muni háttað og segir það vera í höndum danskra lögregluyfirvalda að ákveða slíkt. Spurður um viðbrögð dönsku lögreglunnar við hjálp íslensku lögreglunnar segist Karl heldur ekki geta tjáð sig um það sérstaklega, boðið sé fyrst og fremst formlegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert