Sagafilm og þýska framleiðslufyrirtækið Splendid Film hafa gert með sér samframleiðslusamning á kvikmynd byggðri á bók Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjölunum.
Variety greindi fyrst frá.
Kvikmyndin, sem verður að mestu leyti á ensku, mun heita „Operation Napoleon“ og er áætlaður kostnaður hennar um 6 milljónir evra (940 milljónir króna). Bókin Napóleonsskjölin kom út árið 1999 og var þýdd yfir á ensku 2011.
Þetta verður ekki fyrsta kvikmynd upp úr bók eftir Arnald, en Baltasar Kormákur leikstýrði Mýrinni sem gerð var eftir samnefndri sögu Arnaldar og kom út árið 2006.