Bók Arnaldar verður að kvikmynd

Kvikmyndin, sem byggist á bók Arnaldar, verður með ensku tali …
Kvikmyndin, sem byggist á bók Arnaldar, verður með ensku tali að mestu leyti. mbl.is/Árni Sæberg

Sagafilm og þýska framleiðslufyrirtækið Splendid Film hafa gert með sér samframleiðslusamning á kvikmynd byggðri á bók Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjölunum.

Variety greindi fyrst frá.

Kvikmyndin, sem verður að mestu leyti á ensku, mun heita „Operation Napoleon“ og er áætlaður kostnaður hennar um 6 milljónir evra (940 milljónir króna). Bókin Napóleonsskjölin kom út árið 1999 og var þýdd yfir á ensku 2011.

Þetta verður ekki fyrsta kvikmynd upp úr bók eftir Arnald, en Baltasar Kormákur leikstýrði Mýrinni sem gerð var eftir samnefndri sögu Arnaldar og kom út árið 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert