Brúin opin í birtu

Jökulsárbrú.
Jökulsárbrú. Ljósmynd/Lögreglan

Tekin hefur verið ákvörðun að opna aftur Hringveg um Mývatns og Möðrudalsöræfi sem lokað var í gær. Takmarkanir verða með sama hætti og sl. viku, þ.e. að opið verður og gæsla höfð á svæðinu við Jökulsárbrú frá kl. 09:00-18:00, en alveg lokað utan þess tíma.

Greint er frá þessu á facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Fram kemur að ákvörðunin gildi fram á næsta föstudag, 5. febrúar.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglan á Norðurlandi eystra, Vegagerðin og Veðurstofa Íslands funduðu í morgun vegna Jökulsár á Fjöllum. 

Enn er mikill í krapi í ánni en engar vísbendingar sjást um að nýjar stíflur séu að myndast  ofan við brúna sem framkallað gætu sambærilegt hlaup og varð þann 26. janúar síðastliðinn.

Lækkandi vatnshæð við brúna í gær voru líklega merki um að áin væri að bræða af sér krapa og vatn þannig að finna sér leið undir krapanum.

Ekki er þó hægt að útiloka annað krapahlaup og því er nauðsynlegt að fylgjast áfram vel með þróun mála. Niðurstöður fundarins voru þær að óhætt er að opna veginn aftur með þeim takmörkunum sem áður voru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka