Fleiri fengið sprautu en smit

Bólusetning við Covid-19.
Bólusetning við Covid-19. AFP

Samkvæmt uppfærðum tölum á vefsíðu almannavarna og embættis landlæknis hafa nú fleiri Íslendingar fengið sprautu með bóluefni gegn kórónuveirunni en hafa greinst með staðfest kórónuveirusmit.

Frá því að kórónuveiran kom fyrst hingað til lands hafa 6.013 manns greinst með kórónuveiruna en 7.245 manns hafa fengið fyrri sprautu sína, þar af eru 4.853 manns sem hafa líka fengið seinni sprautuna og eru því að fullu bólusettir. Langflestir þeirra eru 80 ára og eldri.

Þríeykið, skipað Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Ölmu …
Þríeykið, skipað Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Ölmu Möller landlækni, hefur farið fyrir sóttvarnaraðgerðum á Íslandi það sem af er faraldrinum. Ljósmynd/Lögreglan

Það má teljast fagnaðarefni að þessum áfanga sé nú náð þar sem ekki er enn ár liðið frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi, 28. febrúar.

Séu tölur yfir fjölda bólusettra skoðaðar eftir landshlutum má sjá að flestir hafa hlutfallslega verið bólusettir á Norðurlandi eða tæplega 5 þúsund íbúar á hverja 100 þúsund. Fæstir hafa hlutfallslega verið bólusettir á Suðurnesjum eða rétt ríflega 2 þúsund íbúar á hverja 100 þúsund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka