Hundarnir leituðu forsetann uppi á Hólmsheiði

Forsetahjónin voru á Hólmsheiði í dag þegar fjáröflunarátak björgunarsveitanna var …
Forsetahjónin voru á Hólmsheiði í dag þegar fjáröflunarátak björgunarsveitanna var kynnt og tóku þátt í æfingu með björgunarhundunum. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjáröflunarátak björgunarsveitanna Neyðarkall er að hefjast og af því tilefni boðaði Landsbjörg til blaðamannafundar á Hólmsheiði fyrr í dag þar sem átakið var kynnt. Í ár er neyðarkallinn björgunarsveitarmaður með björgunarhund.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú mættu á Hólmsheiði og tóku þátt í æfingu með björgunarhundum sem fólst í því að hundarnir voru látnir finna forsetann uppi á Hólmsheiði.

Margrét Laxnes hannaði björgunarsveitarmanninn með hundinn.

Neyðarkall ársins 2021 er björgunarsveitarmaður með björgunarhund.
Neyðarkall ársins 2021 er björgunarsveitarmaður með björgunarhund. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka