Komu í hátíðarskapi og uppáklædd að fá bólusetninguna

Þau komu uppáklædd að fá bólusetninguna.
Þau komu uppáklædd að fá bólusetninguna. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta gekk alveg ótrúlega vel. Við bólusettum um 750 manns 90 ára og eldri,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Í gær var öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem voru orðnir 90 ára boðið að koma í bólusetningu fyrir Covid-19 á Suðurlandsbraut 34.

„Fólk var mjög hresst og ánægt að fá að koma. Það hafði haft sig til og þetta var greinilega hátíðisdagur. Ég hefði viljað geta boðið þeim upp á kaffi og kleinur, en það má víst ekki,“ sagði Ragnheiður. Hún sagði að send hefðu verið boð á um 1.000 manns vegna bólusetningarinnar í gær. Ekki var vitað hvað margir myndu skila sér. Nú verður farið yfir listana og athugað með framhaldið. Ragnheiður taldi að áfram yrði farið niður aldursröðina og bólusett þegar kæmi meira bóluefni. gudni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert