Lífshlaupið ræst í 14. sinn

Ljósmynd/Aðsend

Mikil gleði ríkti í Rimaskóla í morgun þegar Lífshlaupið var ræst í fjórtánda sinn.

Þóranna Rósa Ólafsdóttir skólastýra bauð gesti velkomna. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdarstýra ÍSÍ, ávarpaði svo gesti ásamt þeim Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, að því er segir í tilkynningu.  

Ljósmynd/Aðsend

Að lokum kepptu ræðumenn og skólastýra í þrautabraut ásamt nemendum undir stjórn Jónínu Ómarsdóttur íþróttakennara skólans. Blossi, lukkudýr ÍSÍ, mætti á svæðið öllum til mikillar ánægju.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í þríþrautinni.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í þríþrautinni. Ljósmynd/Aðsend

„Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna með það að markmiði að hvetja landsmenn til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta. Lífshlaupið er góður vettvangur fyrir þá sem vilja byrja að hreyfa sig eða eru nú þegar að hreyfa sig reglulega og vilja skrá hreyfinguna markvisst, hafa yfirsýn og setja sér markmið. Auk þess að hvetja til hreyfingar daglega þá skapar verkefnið skemmtilega stemningu á vinnustöðum og í skólum sem keppa sína á milli og innanhúss,“ segir í tilkynningunni.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í þríþrautinni.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í þríþrautinni. Ljósmynd/Aðsend

Nýjung í ár er smáforrit Lífshlaupsins sem finna má bæði í App Store og Play Store undir nafninu Lífshlaupið. Í því má skrá alla sína daglegu hreyfingu á afar einfaldan hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka