Tilkynnt var um líkamsárás og þjófnað í verslun í Árbænum í dag, en lögreglu tókst ekki að hafa hendur í hári hins grunaða.
Lögregla segir manninn einnig hafa haft uppi hótanir gagnvart starfsmanni verslunarinnar.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er vitað hver viðkomandi er. Verður hann boðaður í skýrslutöku.