Sundabraut mun raska fornminjum

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, er hann kynnti skýrsluna …
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, er hann kynnti skýrsluna fyrr í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrir liggur að Sundabraut mun raska fornminjum á Gunnunesi á leiðinni frá Gufunesi að Kjalarnesi.

Í skýrslu starfshóps á vegum Vegagerðarinnar kemur fram að líklegasti valkostur varðandi þessa leið er valkostur 1 með veg á yfirborði alla leið.

Hann er talinn hafa minnst áhrif á fornminjar af þeim fjórum valkostum sem eru nefndir í skýrslunni. Töluverðar breytingar hafi verið gerðar á valkosti 1 til að mæta áhrifum á fornminjar.

„Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa átt fundi með Minjastofnun varðandi frekari útfærslur á legu Sundabrautar um Gunnunes og mun sú vinna halda áfram,“ segir í skýrslunni.

Leið 1 með veg á yfirborði alla leið er líklegasti …
Leið 1 með veg á yfirborði alla leið er líklegasti valkosturinn. Kort/Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Þessi síðari áfangi Sundabrautar liggur nánar tiltekið frá Gufunesi um Eiðsvík og Geldinganes, yfir Leiruvog, Gunnunes, Álfsnes og Kollafjörð og tengist Vesturlandsvegi/Hringvegi á Kjalarnesi.

Valkostur 2 liggur utar um Leiruvog og Eiðsvík og gerir ráð fyrir stuttum jarðgöngum í gegnum Geldinganes. Hann þykir ekki raunhæfur, meðal annars vegna áhrifa á umræddar fornminjar í Gunnunesi. Minjastofnun hefur lýst áformum og áhuga á friðlýsingu Þerneyjarsunds og suðurstrandar Gunnuness til að varðveita menningarlandslag, að því er segir í skýrslunni.

Fram kemur að valkostur 1 hafi töluverð áhrif á fornminjar en þó mun minni en valkostur 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert