Tilkynnti eignaspjöll en reyndist sjálfur gerandinn

Tilkynnt var um eignaspjöll á bifreið.
Tilkynnt var um eignaspjöll á bifreið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglu barst í dag tilkynning um eignaspjöll í hverfi 200 í Kópavogi.

Ekið hafði verið utan í bifreið og dekkin á henni skorin.

Í ljós kom að sá sem tilkynnti verknaðinn reyndist sjálfur gerandinn. Var hann því handtekinn af lögreglu og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka