Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Maðurinn var ákærður fyrir mann­dráp. Myndin er úr safni.
Maðurinn var ákærður fyrir mann­dráp. Myndin er úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Austur-Jótlandi

Karlmaður á sextugsaldri sem játaði í dag að hafa banað Freyju Egilsdóttur Mogensen, íslenskri konu á fimmtugsaldri, á Austur-Jótlandi í Danmörku hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann verður aftur leiddur fyrir dómara á næstu vikum. 

Michael Kj­eld­ga­ard, yf­ir­lög­regluþjónn á Aust­ur-Jótlandi, staðfestir þetta í sam­tali við mbl.is. 

Hann gat ekki tjáð sig frekar um það sem átti sér stað í dómssalnum þar sem réttarhöldin voru lokuð. 

Karlmaðurinn hefur verið ákærður fyrir mann­dráp annars vegar og fyr­ir ósæmi­lega meðferð á líki hins vegar. 

Hvarf Freyju var til­kynnt á þriðju­dag en síðast sást til henn­ar á fimmtu­dags­kvöld um klukk­an 23.30 þegar hún hafði lokið vinnu sinni á hjúkr­un­ar­heim­ili í Odder. 

Á laug­ar­dag fékk vinnu­veit­andi til­kynn­ingu um veik­indi Freyju í formi sms-skila­boða úr síma henn­ar. Kj­eld­ga­ard seg­ir í skoðun hvort hún hafi sent skila­boðin sjálf en vill ekki segja hvort það sé talið ólík­legt. 

Maður­inn er sakaður um að hafa þrengt að önd­un­ar­vegi Freyju með þeim af­leiðing­um að hún lést.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert