Yfir 12 þúsund bólusettir

Í gær var þemr sem eru orðnir níræðir boðið að …
Í gær var þemr sem eru orðnir níræðir boðið að koma í bólusetningu. mbl.is/Árni Sæberg

Yfir tólf þúsund hafa verið bólusettir á Íslandi og er bólusetningu lokið, það er þeir hafa fengið báða skammtana, hjá 7.245 einstaklingum. Meðal elsta hópsins er bólusetning hafin eða lokið hjá rúmlega 80% þeirra sem eru 90 ára og eldri.

Búið er að gefa 36,6% þeirra sem eru níræðir eða eldri báða skammta bóluefnisins en 44,5% hafa fengið fyrri skammtinn af tveimur. 

Í gær var öll­um íbú­um á höfuðborg­ar­svæðinu sem voru orðnir 90 ára boðið að koma í bólu­setn­ingu fyr­ir Covid-19 á Suður­lands­braut 34.

Langflestir hafa verið bólusettir með bóluefni Pfizer-BioNTech en 1.259 hafa fengið bóluefni Moderna af þeim 12.098 sem hafa verið bólusettir að undanförnu.

Hlutfallslega hafa flestir verið bólusettir á Norðurlandi og Vestfjörðum en fæstir á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. 

Lyfjastofnun hafa borist 219 tilkynningar um aukaverkanir og hefur engin tilkynning bæst við síðan í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka