2.000 uppsöfnuð leghálssýni verið send út

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nú hafa 2.000 sýni verið send út sem voru uppsöfnuð hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Þau seinni voru send út í dag,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á þingfundi í dag.

„Öryggi og gæði rannsókna hafa verið höfð að leiðarljósi varðandi þessa rannsókn leghálssýna og það getur ekki verið sérstakt hagsmunamál hvar sýnin eru greind heldur að þau séu greind,“ sagði Svandís.  

Ákvörðun var tekin um að semja við Danmörku um rann­sókn­ir á krabba­meins­sýn­um vegna leg­háls­skim­ana í for­varn­ar­skyni. 

Ástæða umræðunnar á þingi var spurning Helgu Völu Helgadóttur þingmanns sem spurði af hverju nýjustu tæki, rannsóknargeta og þekking íslenskra heilbrigðisþjónustu væru ekki notuð. 

Staðan var sú að ógreind voru 2.000 leghálssýni um áramótin. Samn­ing­ur Sjúkra­trygg­inga Íslands við leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lag Íslands um að sinna m.a. skimun­um fyr­ir krabba­mein­um í leg­hálsi ásamt frumu­rann­sókn­um rann út um áramótin. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tók þá við skimununum. 

Höfuðstöðvar Krabbameinsfélagsins - Krabbameinsfélagið
Höfuðstöðvar Krabbameinsfélagsins - Krabbameinsfélagið mbl.is/Árni Sæberg

 

„2.000 konur sem töldu sig varðar af heilbrigðiskerfi mættu samviskusamlega í leghálsskimun en annað kom á daginn, heilbrigðisyfirvöld höfðu látið undir höfuð leggjast hver skyldi rannsaka þetta,“ sagði Helga Vala. 

„Það verður haft samband við allar konur sem eiga sýni og þeim tilkynnt niðurstaða sýnatökunnar. Talið er að allt að 15% kvennanna þurfi að fara aftur í leghálssýnatöku sem heilsugæslan býður upp á þeim að kostnaðarlausu,“ sagði Svandís. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert