Ákærður fyrir brot gegn börnum í Austurbæjarskóla

Eftir atvikið sendi Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla, tölvupóst til foreldra …
Eftir atvikið sendi Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla, tölvupóst til foreldra barna í skólanum þar sem sagði m.a. að einstaklingur, óviðkomandi skólastarfi, hefði farið inn í skólann og haft afskipti af barni. mbl.is/Árni Sæberg

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa farið í heimildarleysi inn í Austurbæjarskóla í Reykjavík 2. september 2019 og brotið gegn þremur nemendum skólans.

Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag, að því er fram kemur á vef RÚV.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa lokkað níu ára gamla stúlku upp á rishæð þar sem hann kleip hana í rassinn og strauk læri og kynfæri utanklæða. 

Hann er einnig ákærður fyrir að hafa slegið fjórtán ára dreng á rassinn og fyrir að hafa setið þétt upp við fimmtán ára gamla stúlku, sett hönd á læri hennar og elt hana þar til hún stóð upp og fór til hóps af drengjum.

Háttsemi mannsins er talin varða bæði við almenn hegningarlög og barnaverndarlög. Móðir níu ára stúlkunnar krefst 800.000 króna í miskabætur.

Móðirin sagði í samtali við Morgunblaðið í september 2019 að málið hefði fengið mjög á dóttur hennar. Hún hafi fengið martraðir hverja einustu nótt þar sem hana dreymdi að einhver eða eitthvað væri að elta hana.

Móðirin sagðist halda að hún hafi fengið einhvers konar áfall. 

Ég varð ofboðslega reið, eig­in­lega meira gagn­vart skól­an­um en mann­in­um, því ég lít á hann sem mann sem þarf veru­lega mikla hjálp. Ég varð reið við skól­ann því ég hélt að barnið mitt væri ör­uggt þar.

Ég get ekki hugsað þá hugs­un til enda hvað hefði getað gerst ef dótt­ir mín hefði frosið og ekki getað hreyft sig, eins og mér skilst að séu al­geng viðbrögð í svona aðstæðum. Það vona auðvitað all­ir að barnið þeirra muni ekki upp­lifa neitt svona, en þetta eru aðstæður sem öll börn geta lent í.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka