Bóluefni AstraZeneca eingöngu fyrir yngri en 65 ára

Upplýsingafundur almannavarna er í gangi.
Upplýsingafundur almannavarna er í gangi. Ljósmynd/Almannavarnir

Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að bóluefni frá AstraZeneca verði eingöngu fyrir fólk sem er yngra en 65 ára.

Von er á 14 þúsund skömmtum af bóluefni frá AstraZeneca innan skamms. Einnig kom fram hjá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að um 74 þúsund skammtar berist fyrir mánaðamótin mars-apríl. Þá kom fram að fólk muni ekki geta valið sér bóluefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert