Líklegt að inneignarnótuhafar sitji eftir með sárt ennið

Líklegt er að eigendur inneignanóta sitji eftir með sárt ennið.
Líklegt er að eigendur inneignanóta sitji eftir með sárt ennið. Ljósmynd/mbl.is

Líklegt er að inneignarnótuhafar Geysis sitji eftir með sárt ennið. Þetta segir í tilkynningu frá Neytendasamtökunum frá því í dag.

Þar segir að Neytendasamtökunum hafi borist margar fyrirspurnir vegna inneignarnóta í Geysi. Ekki er enn ljóst hvað verður um fyrirtækið  „en ef það fer í þrot þá þurfa eigendur inneignarnóta að lýsa kröfum í þrotabúið. Inneignarnótur verða þá almenn krafa í þrotabúið. Almennar kröfur fást því miður sjaldan greiddar þar sem þær fara aftast í kröfubunkann ef svo má orða,“ segir í tilkynningu Neytendasamtakanna.

Því er ekki ólíklegt að eigendur inneignarnóta og gjafabréfa sitji eftir með sárt ennið og tapaðar kröfur.

Þó segir að til séu dæmi um að nýir rekstraraðilar sem taka við rekstri, taki við inneignarnótum og verði neytendur því ekki varir við eigendaskiptin.  Þá eru neytendur hvattir til að varðveita inneignarnótur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert