Kaldasti janúar á þessari öld

Hofsós. Mjög snjóþungt var á Norðurlandi seinni hluta janúarmánaðar og …
Hofsós. Mjög snjóþungt var á Norðurlandi seinni hluta janúarmánaðar og um tíma skapaðist hættuástand á Hofsósi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýliðinn janúar var kaldur á landinu öllu og var hiti alls staðar undir nýja 30 ára viðmiðunarmeðaltalinu, þ.e. árin 1991 til 2020. Enda norðlægar áttir ríkjandi í mánuðinum.

Að tiltölu var kaldast á miðhálendinu en hlýjast við strendur suðvestanlands. Þetta kemur fram í tíðarfarsyfirliti Veðurstofu Íslands.

Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur bent á það á Moggablogginu að þetta hafi verið kaldasti janúar á landinu á þessari öld, á landsvísu. „Við sitjum hins vegar uppi með ákveðinn viðmiðunarvafa – janúarmánuðir þessarar aldar hafa nefnilega verið óvenjuhlýir,“ bætir Trausti við.

Meðalhiti í Reykjavík í janúar var -0,4 stig og er það -1,0 stigi undir meðallagi áranna 1991 til 2020, en -1,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Er mánuðurinn nr. 80 í röð 151 mælingar hvað hita varðar. Á Akureyri var meðalhitinn -2,4 stig, -1,9 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020, en -2,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Er hann nr. 84 af 141 mælingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert