Klifurkappinn John Snorri og félagar hans eru lagðir af stað á toppinn á fjallinu K2 og stefna á að vera þar eftir hádegi að staðartíma á morgun.
Á Facebook-síðu Johns Snorra kemur fram að hópurinn hafi komið í þriðju búðir klukkan eitt að staðartíma í dag, um átta í morgun.
Ætlunin hafi verið að hvílast þar en þær áætlanir runnu út í sandinn vegna þess að þrír aðrir leituðu þreyttir í tjaldið. Allt í allt voru því sex manns í einu litlu tjaldi í dag.
Klifur dagsins gekk vel en félagarnir urðu smá slappir en líður nú vel.
Fjallið er 8.611 metrar og ætla John og félagar að standa á toppi þess á morgun.
K2 - 8.611m summit push on the 5th February , Friday morning after noon PKT. Please follow us...
Posted by John Snorri on Thursday, February 4, 2021