Ólögmæt niðurgreiðsla

Hjá Póstinum.
Hjá Póstinum. mbl.is/Árni Sæberg

Breyt­ing­ar á gjald­skrá Ísland­s­pósts vegna póst­send­inga út á land grafa und­an sam­keppni enda hef­ur fyr­ir­tækið niður­greitt send­ing­ar. Þetta er mat Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu (SVÞ) en þau hafa krafið sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneytið svara vegna máls­ins.

Andrés Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri SVÞ, seg­ir þetta hafa komið skýrt fram í haust. Þrátt fyr­ir met­mánuð í net­versl­un í nóv­em­ber hafi flutn­inga­fyr­ir­tækj­um gengið illa að fá viðskipti úti á landi.

Hörður Fel­ix Harðar­son hrl. vann álits­gerð um málið fyr­ir SVÞ. Tel­ur hann fram­göngu Pósts­ins brot á sam­keppn­is­lög­um ásamt því sem áleitn­ar spurn­ing­ar vakni um eft­ir­lit Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar með því að lög­um sé fylgt.

Í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra málið hafa komið til umræðu. Póst­ur­inn hafi brugðist við út­víkk­un alþjón­ustu úr 50 grömm­um í 10 kíló með því að færa gjald­skrá niður á lægsta verð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert