Þjónusta við innflytjendur aukin

Breiðholtskirkja. Þar er miðstöðþjónustunnar við innflytjendur.
Breiðholtskirkja. Þar er miðstöðþjónustunnar við innflytjendur. mbl.is//Sigurður Ægisson

Biskup Íslands hefur auglýst eftir presti í aukna prestsþjónustu við innflytjendur á Íslandi.

Sr. Toshiki Toma var prestur innflytjenda í Háteigssókn frá desember 1993 til maí 1996. Hann hefur verið prestur innflytjenda á vegum þjóðkirkjunnar frá nóvember 1996.

Þessi tímabundna staða sem nú er auglýst er hugsuð sem aukaþjónusta með honum, einhvers konar stuðningur, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu biskups. Enda hefur orðið mikil fjölgun innflytjenda hér undanfarin misseri.

Starfið er eitt af störfum sérþjónustupresta þjóðkirkjunnar og lýtur tilsjón prófasts Reykjavíkurprófastsdæmis vestra. Breiðholtskirkja er miðstöð þjónustu kirkjunnar við innflytjendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert