Tveir mánuðir fyrir að stela buxum og skóm

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mbl.is/Þór

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið buxum að verðmæti 8.900 krónur og skóm að verðmæti 4.798 krónur.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust. Hann hafi árið 2019 hlotið 30 daga dóm fyrir þjófnað og að með brotum sínum núna hafi hann rofið skilorð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert