Vinningshafi sem vann 8 milljónir svarar ekki

Ekki næst í hinn heppna.
Ekki næst í hinn heppna. mbl.is/Golli

Ekki hefur náðst í vinningshafa aðalvinnings happdrættis DAS, sem dreginn var út í dag. Aðalvinningurinn að þessu sinni var 8 milljónir og kom vinningurinn á miðanúmerið 52252.

Vinningshafinn er Reykvíkingur á sjötugsaldri og er búið að hringja í þau símanúmer sem hann hefur gefið upp en enginn svarað.

Eigandi miðanúmersins 52252 er beðinn um að hafa samband við DAS í síma 561-7757.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert