Enn er beðið fregna af klifurkappanum John Snorra, sem klífur fjallið K2 um þessar mundir, en ekkert hefur heyrst frá honum í 18 klukkustundir.
Til stóð að John Snorri og feðgarnir Ali Sadpara og Sajid Ali yrðu komnir upp á topp fjallsins K2 í morgun að íslenskum tíma.
Eiginkona Johns Snorra, Lína Móey Björnsdóttir, tjáði mbl.is snemma í morgun að hún væri í sambandi við einn leiðangursmanna sem taldi þá að þremenningarnir væru í um 8.300 metra hæð en K2 er 8.611 metrar að hæð. Sajid Ali þurfti þó að snúa við þar sem súrefnisbúnaður hans virkaði ekki sem skyldi.
Í facebookfærslu á síðu Johns Snorra segir að kapparnir tveir séu afar sterkir fjallgöngumenn og eru aðstandendur því vongóðir um að þeir skjóti bráðlega upp kollinum á ný.
At this moment we haven't heard from the team since Sajid descended from bottleneck where the team was located 10.00 PKT...
Posted by John Snorri on Föstudagur, 5. febrúar 2021