Einn á bráðamóttöku eftir umferðarslys

mbl.is/Eggert

Einn var fluttur á bráðamóttökuna á níunda tímanum í morgun eftir umferðarslys á Sæbraut. Ekki er talið að meiðsl hans hafi verið alvarleg.

Tilkynnt var til lögreglu um innbrot í Hafnafirði í morgun. Innbrotsþjófurinn var farinn af vettvangi þegar lögregla kom en hann fannst stuttu seinna og gistir nú fangageymslu vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert