Félagi John Snorra Sigurjónssonar, Sajid Ali, er snúinn við í búðir 3 á K2 þar sem súrefni hans virkaði ekki sem skyldi. Aftur á móti eru John Snorri og Ali Sadpara, faðir Sajids, á góðri leið og stutt í að þeir nái á tind fjallsins.
Með þeim í för er J. Pablo frá Síle en þeir þrír ætla saman á tindinn. Að sögn Sajids Alis eru þremenningarnir við góða heilsu og miðar vel áfram.
Feðgarnir Muhammad Ali Sadpara og Sajid Ali eru þrautreyndir fjallgöngumenn en Muhammad hefur klifið K4, K5, Nanga Parbat fimm sinnum, þar af fyrstur til þess að vetrarlagi, Broad Peak sem og K2 árið 2018. Hann kleif Lhotse, Makalu og Manaslu árið 2019. Sonur Sadpara, Sajid Ali, kleif K2 2019.
K2 er 8.611 metrar að hæð og er annað hæsta fjall heims, næst á eftir Mount Everest sem er 237 metrum hærra. John Snorri varð fyrstur Íslendinga til að klífa tindinn Lhotse í Himalajafjallgarðinum, sem er 8.516 metra hár og fjórða hæsta fjall heims. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur staðið á tindi K2 en það var sumarið 2017.
UPDATE from Haris "Sajid is back in camp 3 his oxygen regulator was not working he came back from bottle neck. They...
Posted by John Snorri on Föstudagur, 5. febrúar 2021