Munar mestu að geta opnað búningsklefa

Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar.
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta eru bara miklar gleðifréttir, þetta hefur frábær áhrif á þá þjónustu sem við getum boðið,“ segir Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, í samtali við mbl.is.

Takmarkanir vegna starfsemi líkamsræktarstöðva verða rýmkaðar á mánudag. Þá má opna búningsklefaaðstöðu fyrir gesti og leyfa æfingar í tækjasal að því gefnu að ekki verði fleiri en 20 manns í hverju rými.

„Það munar langmestu um að fá að opna búningsklefana,“ segir Þröstur Jón Sig­urðsson, eig­andi Sporthússins, auk þess sem gott sé að allur vafi verði nú tekinn af því hvort æfa megi í tækjasölum.

Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins.
Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins.

Þröstur Jón segist vissulega hafa gert sér vonir um að fleiri mættu koma saman. „En Þórólfur veit alveg hvað hann syngur og við bara treystum því sem hann segir.“

Ágústa tekur í sama streng og segist auðvitað alltaf vona það besta. „En við verðum að vera þolinmóð áfram. Vonandi er bara stutt í næstu afléttingar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert