Nálgast tind K2

John Snorri Sigurjónsson ásamt feðgunum Muhammad Ali Sadpara og Sajid …
John Snorri Sigurjónsson ásamt feðgunum Muhammad Ali Sadpara og Sajid Ali. Facebook-síða Johns Snorra

Fjallgöngumaðurinn John Snorri og feðgarnir Muhammad Ali Sadpara og Sajid Ali hafa verið á göngu í tæplega 13 tíma en staðsetningartæki þeirra hefur ekki uppfært staðsetningu þeirra í sex klukkustundir. Þeir stefna á tind K2 í dag. John Snorri gerði ráð fyrir að síðasti hluti uppgöngunnar tæki 15 til 16 klukkustundir.

Eiginkona Johns Snorra, Lína Móey Björns­dótt­ir, hefur verið í sambandi við einn leiðangursmanna sem telur að þremenningarnir séu í um 8.300 metra hæð en K2 er 8.611 metrar að hæð.

Tíu manna hópur nepalskra fjallgöngumanna varð fyrstur til þess að klífa tind K2 að vetrarlagi 16. janúar síðastliðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert