Fjallgöngumaðurinn John Snorri og feðgarnir Muhammad Ali Sadpara og Sajid Ali hafa verið á göngu í tæplega 13 tíma en staðsetningartæki þeirra hefur ekki uppfært staðsetningu þeirra í sex klukkustundir. Þeir stefna á tind K2 í dag. John Snorri gerði ráð fyrir að síðasti hluti uppgöngunnar tæki 15 til 16 klukkustundir.
Eiginkona Johns Snorra, Lína Móey Björnsdóttir, hefur verið í sambandi við einn leiðangursmanna sem telur að þremenningarnir séu í um 8.300 metra hæð en K2 er 8.611 metrar að hæð.
Tíu manna hópur nepalskra fjallgöngumanna varð fyrstur til þess að klífa tind K2 að vetrarlagi 16. janúar síðastliðinn.