Námskeið í rafíþróttum fyrir atvinnuleitendur

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Ólafur Hrafn Steinarsson formaður …
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Ólafur Hrafn Steinarsson formaður RSI, Aron Ólafsson framkvæmdarstjóri RSI og Þórmundur Sigurbjarnason formaður rafíþróttadeildar Fylkis við undirritununa. Ljósmynd/stjórnarráðið

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, skrifaði í gær undir samning við Rafíþróttasamtök Íslands um þróun og framkvæmd á þjálfaranámskeiði í rafíþróttum fyrir atvinnuleitendur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu.

Rafíþróttasamtök Íslands munu standa fyrir þjálfaranámskeiði í rafíþróttum miðað að einstaklingum með áhuga á tölvuleikjum sem eru fyrir utan vinnumarkað. Markmiðið eru að efla færni atvinnulausra og skapa í leiðinni störf. Í framhaldi af náskeiðinu verður ráðningasamband við Rafíþróttasamtök Íslands í boði til sex mánaða 

Þar munu þeir þjálfa og koma að uppbyggingu innviða í rafíþróttadeildum og til dæmis taka við hlutverki aðstoðarþjálfara rafíþróttadeilda hjá Ármanni, Fylki, KR, Þór Akureyri, ásamt fleiri deildum. Ráðningar verða framkvæmdar með aðstoð ráðningarstyrks frá Vinnumálastofnun,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. 

Félagsmálaráðuneytið leggur verkefninu 10 milljónir króna til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert