Ákveðið hefur verið að rýmka opnunartíma umferðar um þjóðveg á Mývatns- og Möðrudalsöræfum yfir Jökulsá á fjöllum næstu þrjá daga eða fram á sunnudagskvöld. Opið verður undir eftirliti frá klukkan 9 til klukkan 19, en áður var opið til klukkan 18.
Frekari ákvarðanir verða teknar á mánudag, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Samkvæmt sérfræðingi á Veðurstofu Íslands eru jákvæð merki um að áin sé hægt og rólega að bræða klakan af sér.
Rýmkun opnunar við Jökulsá á Fjöllum um 1 klst. hvern dag. Ákveðið hefur verið að rýmka opnunartíma umferðar um...
Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Friday, February 5, 2021