Óskar þess að falsfréttaflutningi linni

John Snorri glímdi einnig við K2 í fyrra.
John Snorri glímdi einnig við K2 í fyrra. Ljósmynd/Aðsend
Muhammad Ali Sadpara, annar þeirra sem hefur fylgt fjallgöngumanninum John Snorra á fjallið K2, segir að falsfréttir séu á sveimi um klif Johns Snorra og þeirra sem eru í fylgd með honum. Muhammad segir að enn sé ekki vitað hvar hópurinn er staddur en hann ætlaði að komast á topp K2 í dag.

„Falsfréttir eru víða í fjölmiðlum og það er skömm fyrir blaðamennsku. Biðjið fyrir þeim frekar en að skora. Þetta er truflandi fyrir fjölskyldur þeirra og klifursamfélagið,“ sagði Muhammad í færslu á Twitter fyrir um klukkustund.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert