„Ástæðan fyrir því að ég er hræddur við að fara aftur til Nígeríu er sú að faðir minn ber ábyrgð á því að móðir mín er látin,“ segir Uhunoma Osayomore sem lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands fyrir tæpu einu og hálfu ári.
Osayomore segist í samtali við mbl.is óttast að faðir hans drepi hann, snúi hann aftur til Nígeríu.
Kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa synjað Osayomore, sem er 21 árs, og fórnarlamb mansals og kynferðisofbeldis sem jafnframt glímir við alvarleg andleg veikindi, um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.
Nánar er rætt við Osayomore, lögmanninn Magnús D. Norðdahl og Morgan Priet-Maheo en Osayomore hefur búið á heimili hennar og Eysteins Sigurðssonar frá því í júlí.