Óttast um líf sitt

„Ástæðan fyrir því að ég er hræddur við að fara aftur til Nígeríu er sú að faðir minn ber ábyrgð á því að móðir mín er látin,“ segir Uhunoma Osayomore sem lagði á flótta frá Níg­er­íu á barns­aldri og kom hingað til lands fyr­ir tæpu einu og hálfu ári.

Osayomore segist í samtali við mbl.is óttast að faðir hans drepi hann, snúi hann aftur til Nígeríu.

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála og Útlend­inga­stofn­un hafa synjað Osayomore, sem er 21 árs, og fórnarlamb mansals og kyn­ferðisof­beld­is sem jafn­framt glím­ir við al­var­leg and­leg veik­indi, um alþjóðlega vernd og dval­ar­leyfi á grund­velli mannúðarsjón­ar­miða.

Nánar er rætt við Osayomore, lögmanninn Magnús D. Norðdahl og Morgan Priet-Maheo en Osayomore hefur búið á heimili hennar og Eysteins Sigurðssonar frá því í júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka