Björgunarsveitir kallaðar út vegna slasaðs göngumanns

Grímannsfell í Mosfellsdal.
Grímannsfell í Mosfellsdal.

Björgunarsveitir Landsbjargar voru kallaðar út skömmu eftir klukkan 13:30 í dag vegna konu sem hafði dottið og slasast á fæti ofarlega í hlíðum Grímannsfells í Mosfellsdal. 

Samferðafólki konunnar tókst ekki að styðja hana niður og getur hún ekki gengið að sjálfsdáðum. Sjúkraflutningamenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru nú á leið upp fjallið á sexhjólum. Björgunarsveitafólk er nú komið að rótum fjallsins og er að leggja af stað upp hlíðina á hjólum með búnað og aukinn mannskap, að því er segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert