Eitt smit innanlands – utan sóttkvíar

Frá sýnatöku á Suðurlandsbraut.
Frá sýnatöku á Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eitt kór­ónu­veiru­smit greind­ist inn­an­lands í gær sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um en sá smitaði var ekki í sóttkví.

Þetta staðfest­ir Jó­hann K. Jó­hanns­son, sam­skipta­stjóri al­manna­varna. Hann segir smitrakningateymið rekja smitið.

Ekkert smit greindist á landamærunum.

Töl­ur verða ekki upp­færðar á vefn­um covid.is fyrr en á mánu­dag en hætt er að birta töl­ur þar um helg­ar. 

Ekkert smit greindist innanlands á miðvikudag og eitt á fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert