Lenging fæðingarorlofs í átján mánuði gæti minnkað þörf fyrir starfsfólk á leikskólum, starfsfólk sem þegar er ekki til samkvæmt biðlistum, um alla vega 25%. Þetta segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, í samtali við Sunnudagsblaðið um vanda drengja í skólakerfinu.
„Foreldrar sem eru öruggari í hlutverki sínu verja meiri tíma með börnum sínum og sinna þörfum þeirra betur. Vel nærð börn ganga minna á orkuforða starfsmanna leikskólanna, sem er takmörkuð auðlind,“ segir Ólafur Grétar.