Fluttur á bráðadeild með áverka á höfði

Karlmaður var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild Landspítalans með áverka á höfði eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í Vesturbæ Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti.

Samkvæmt dagbók lögreglu var árásarmaðurinn farinn af vettvangi þegar sjúkraliðar komu þangað en var handtekinn síðar og vistaður í fangageymslu lögreglu.

Þá bárust lögreglu ítrekaðar tilkynningar um samkvæmishávaða frá íbúð í Grafarvogi á öðrum tímanum í nótt.

Flestir gestir voru á aldrinum 16 til 18 ára en óboðnir gestir eru sagðir hafa ruðst inn og barið frá sér. Grunur um líkamsárás, húsbrot og brot á vopnalögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert