Þyrlur pakistanska hersins sem fóru í morgun að fjallinu K2 í leit að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á fjallinu hafa ekki fundið nein ummerki um hópinn enn sem komið er.
Herþyrla flaug í allt að sjö þúsund metra hæð og hélt síðan aftur til borgarinnar Skardu hvaðan hún kom, án þess að finna nokkur ummerki um mennina. Aðstæður við tindinn og jafnvel í grunnbúðum eru slæmar að sögn Chhangs Dawa, sem staddur er í grunnbúðum fjallsins.
Með John Snorra í för eru Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr frá Síle en Sajid Ali Sadpara, sonur Alis, varð að snúa við í búðir þrjú í gærmorgun þar sem súrefniskútur hans virkaði ekki rétt. Þegar hann sneri við voru John Snorri og félagar í síðustu hindruninni upp á tindinn, ísveggnum Bottleneck.
Samkvæmt upplýsingum frá fjölskyldu Johns Snorra sást síðast til þeirra klukkan 5 í gærmorgun að íslenskum tíma er Said sneri við í búðir 3. Þegar Said sneri við voru þeir í 8.211 metra hæð en K2 er 8.611 metrar að hæð.
• Army's Helicopter made a search flight almost up to 7000m and returned back to Skardu, unfortunately, they can not...
Posted by Chhang Dawa Sherpa on Laugardagur, 6. febrúar 2021