„Hún var svo elskuleg og alltaf svo hjálpsöm“

Freyja Egilsdóttir Mogensen.
Freyja Egilsdóttir Mogensen. Ljósmynd/Aðsend

Minningarathöfn var haldin í gær um Freyju Egilsdóttur Mogensen, sem myrt var í heimabæ sínum, Malling. Athöfnin fór fram í kirkjunni í Malling og lögðu um 200-300 manns leið sína í kirkjuna til að heiðra minningu Freyju.

Steffen Petersen, vinur Freyju, segir við mbl.is að athöfnin hafi verið góð. Margir hafi lagt blóm að altari kirkjunnar og kveikt á kertum. Bæjarstjórn Malling-bæjar stóð fyrir athöfninni.

„Þetta gekk afar vel. Margir komu við og lögðu niður blóm og kveiktu á kerti. Það er ekki eins og hún elsku Freyja okkar sé ekki lengur á meðal okkar,“ segir Steffen.

„Hún var svo elskuleg og alltaf svo hjálpsöm. Ég hugsa mikið til hennar, sérstaklega núna undanfarna daga.“

Fyrrverandi sambýlismaður játaði brotið

Eins og greint hefur verið frá játaði fyrrverandi sambýlismaður Freyju, karlmaður á sextugsaldri, að hafa orðið henni að bana. Tilkynnt var um hvarf hennar á þriðjudaginn síðasta og degi síðar var greint frá því að hún hefði fundist látin á heimili sínu.

Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og á yfir höfði sér ákæru um manndráp og ósæmilega meðferð á líki.

Freyja var 43 ára og skilur eftir sig tvö ung börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert