Ljósmyndari Landspítalans með mynd ársins

Mynd ársins er af Ástu Kristínu Marteinsdóttur, sjúkraliða og laganema, …
Mynd ársins er af Ástu Kristínu Marteinsdóttur, sjúkraliða og laganema, sem skráði sig í sveit bakvarða þegar faraldurinn knúði að dyrum. Þorkell Þorkelsson

Verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2020 voru afhent í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. 

Veitt voru verðlaun í sjö flokkum auk bestu myndar ársins. Mynd ársins 2020 tók Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landspítala, og er það mynd sem sýnir Ástu Kristínu Marteinsdóttur, sjúkraliða og laganema, sem skráði sig í sveit bakvarða þegar faraldurinn knúði að dyrum. Umsögn dómnefndar um myndina: „Fallegt augnablik í lok krefjandi vaktar á Landspítalanum. Fegurð í stofnanalegu og sterílu umhverfi. Værð og ró er í myndinni en á sama tíma tregi og þreyta. Táknræn mynd fyrir ástand ársins sem flestir eiga auðvelt með að tengja við, handþvottur, spritt og þreyta.“

Útkall barst vegna bruna í íbúðarhúsnæði á horni Bræðraborgarstígs og …
Útkall barst vegna bruna í íbúðarhúsnæði á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu og var allt tiltækt lið sent á vettvang. Mikill eldur logaði í húsinu og bjargaði slökkvilið nokkrum úr logandi húsinu í gegnum glugga. Aðrir komust út af sjálfsdáðum, en tveir þurftu að stökkva út um glugga. Sex voru fluttir á slysadeild og þrír létust í brunanum. Kveikt var í húsinu og einn maður var ákærður fyrir verknaðinn. Umsögn dómnefndar: Sterk frásögn í einum ramma af stórri frétt. Vel uppbyggð mynd sem segir margar sögur í einu. Hver einasti hluti myndarinnar hefur tilgang og minnir hún á frásagnarmálverk. Myndin sýnir vel alvarleika atburðarins og þær gríðarlega erfiðu aðstæður sem sköpuðust í eldsvoðanum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðrir ljósmyndarar sem voru verðlaunaðir voru Kristinn Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins, sem átti bestu mynd í fréttaflokki og tímaritaflokki, Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, sem átti íþróttamynd ársins og umhverfismynd ársins, Golli, Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari Iceland Review, sem átti portrett ársins, Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins, sem átti daglegt líf-mynd ársins og fékk Þorkell Þorkelsson einnig verðlaun fyrir myndaröð ársins. 

Úr myndaseríu ársins.
Úr myndaseríu ársins. Þorkell Þorkelsson

Sjö dómarar völdu 98 myndir á sýninguna í ár úr 729 innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara. Þeir völdu þar að auki sigurmynd í hverjum flokki og mynd ársins.

Úr myndaseríu ársins.
Úr myndaseríu ársins. Þorkell Þorkelsson

Dómnefndina í ár skipuðu þau Auðunn Níelsson, Íris Dögg Einarsdóttir, Kristinn Þeyr Magnússon, Kristín Hauksdóttir, Marínó Thorlacius, Margrét Tryggvadóttir og Pétur Thomsen, sem jafnframt var formaður dómnefndar.

Úr myndaseríu ársins.
Úr myndaseríu ársins. Þorkell Þorkelsson
Úr myndaseríu ársins.
Úr myndaseríu ársins. Þorkell Þorkelsson
Úr myndaseríu ársins.
Úr myndaseríu ársins. Þorkell Þorkelsson
Íþróttamynd ársins.
Íþróttamynd ársins. Vilhelm Gunnarsson
Tímaritsmynd ársins
Tímaritsmynd ársins mbl.is/Kristinn Magnússon
Umhverfismynd ársins
Umhverfismynd ársins Vilhelm Gunnarsson
Daglegt líf mynd ársins
Daglegt líf mynd ársins Valgarður Gíslason
Portrettmynd ársins
Portrettmynd ársins Golli/Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert