Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan rússneska sendiráðið klukkan tvö í dag og mótmæltu brotum á mannréttindum og málfrelsi í Rússlandi. Töluverður fjöldi fólks var þar samankominn þegar ljósmyndari mbl.is kom við.
Tilefni mótmælanna var m.a. handtaka stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og fangelsisdómur sem hann hlaut.
Á mótmælunum var tafarlausrar lausnar Navalnís og annarra pólitískra fanga krafist en mótmæli af svipuðum toga áttu sér stað samtímis víða um heim.