Él gætu látið á sér kræla

Ekki er útlit fyrir að miklar breytingar verði á veðri …
Ekki er útlit fyrir að miklar breytingar verði á veðri þessa dagana. mbl.is/Hari

Spáð er austanátt, víða 5 til 10 metrar á sekúndu í dag. Bjartviðri á vestanverðu landinu, en él austan til og við suðurströndina. Hiti um eða rétt yfir frostmarki sunnan heiða að deginum, annars 0 til 7 stiga frost. 

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands að litlar breytingar séu á veðri þessa dagana. Á morgun er spáð aðeins hægari vindi en í dag, en áfram éljum suðaustan- og austanlands og á annesjum fyrir norðan síðdegis. Þurru og björtu veðri er spáð vestanlands. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s. Él á SA- og A-landi og einnig á annesjum fyrir norðan, en bjartviðri V-lands. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust syðst.

Á þriðjudag:
Norðaustan 8-13 NV-til, annars hægari vindur. Él, einkum N-lands og frost 0 til 10 stig, mildast syðst.

Á miðvikudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt og víða él, en úrkomulítið á A-landi. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust syðst.

Á fimmtudag og föstudag:
Suðaustanátt og él S-til á landinu, en þurrt fyrir norðan. Hiti kringum frostmark, en frost 0 til 5 stig N- og A-lands.

Á laugardag:
Útlit fyrir suðaustanátt með slyddu eða rigningu, en úrkomulítið á N-verðu landinu. Hlýnandi veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert