Tilkynnt var um mann sem gekk um sveiflandi skóflu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Maðurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang.
Fram kemur í dagbók lögreglu að ökumaður hafi verið stöðvaður á 122 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 80 km.
Þá kom maður að lögreglustöðinni í Hafnarfirði í annarlegu ástandi, illa klæddur og kaldur fyrr í morgun. Sjúkrabifreið flutti manninn til aðhlynningar á Landspítala.