Leituðu þremenninganna í 7.800 metra hæð

John Snorri á K2.
John Snorri á K2. Ljósmynd/Aðsend

Tvær þyrlur pakistanska hersins leituðu í dag Johns Snorra Sig­ur­jóns­son­ar, Alis Sa­dp­ara og Ju­ans Pab­los Mohrs á fjall­inu K2 án ár­ang­urs. Með í för voru Said Sadpara, sonur Alis, og fjallgöngumaðurinn Chhang Dawa. 

Dawa segir í færslu á Facebook að flogið hafi verið upp í 7.800 metra hæð, en síðast sást til þremenninganna klukkan fimm á föstudagsmorgun að íslenskum tíma og voru þeir þá í 8.211 metra hæð. 

Dawa segir að þegar komið hafi verið yfir fjórðu búðir hafi skyggni verið orðið lítið vegna veðurs. Talsverður vindur sé í 6.400 metrum og ofar í fjallinu. 

Gestur Pétursson, vinur Johns Snorra, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að til stæði að fljúga aftur á fjallið síðar í dag. Þá væri unnið að því í samráði við yfirvöld í Pakistan að nota gervihnattamyndir við leitina.

Today, 2 Army helicopters (along with Saijd and I) made a search flight (with an aerial reconnaissance) for an hour up...

Posted by Chhang Dawa Sherpa on Sunnudagur, 7. febrúar 2021
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert