Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í Suðurkjördæmi

Ásmundur Friðriksson er á leið í prófkjör.
Ásmundur Friðriksson er á leið í prófkjör. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi ákváðu á aðalfundi kjördæmaráðs í gær að efna til prófkjörs 29. maí vegna alþingiskosninganna í haust. 

Ingvar Pétur Guðbjörnsson, formaður kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins, staðfestir þetta við mbl.is. Næstu skref eru þau að kjörnefnd undirbýr prófkjör og tilkynnir framboðsfrest.

Ásmundur Friðriksson, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og allir ætla þeir að bjóða sig fram til áframhaldandi þingsetu. Alls eru tíu þingmenn í kjördæminu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert