Skólastjóri í veikindaleyfi eftir óviðeigandi skilaboð

Leifur S. Garðarsson.
Leifur S. Garðarsson. mbl.is/Golli

Leifur S. Garðarsson, skólastjóri í Áslandsskóla, er nú í ótímabundnu veikindaleyfi frá skólanum eftir að hann var tekinn af dómaraskrá Körfuknattleikssambands Íslands. Vísir segir frá.

Leifur varð nýlega uppvís að því að senda óviðeigandi skilaboð til leikmanns í meistaraflokki kvenna, en hann hafði áður dæmt leiki hjá viðkomandi leikmanni.

„Eftir að við fengum tilkynningu um málið kom viðkomandi dómari til okkar á fund. Þar var honum tilkynnt að hann væri ekki lengur á niðurröðun dómaranefndar. Viðkomandi dómari hefur ekkert dæmt eftir að okkur barst þessi vitneskja,“ sagði Hannes S. Jónsson formaður KKÍ við mbl.is um atvikið í síðasta mánuði.

Samkvæmt heimildum Vísis hafa nokkrar konur fundað með Hafnarfjarðarbæ vegna óeðlilegra samskipta á kynferðislegum nótum sem ein þeirra hafði orðið fyrir af hendi Leifs. Ekki var þó brugðist við þeim ásökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert