Stöðvaður á 154 km hraða á Ólafsfjarðarvegi

Hámarkshraði á Ólafsfjarðarvegi er 90 km/klst.
Hámarkshraði á Ólafsfjarðarvegi er 90 km/klst. Ljósmynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra

Ökumaður á ferðalagi í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra var í dag stöðvaður á Ólafsfjarðarvegi á hraðanum 154 km/klst. 

Viðurlög við þessari háttsemi eru ökuleyfissvipting og sekt í ríkissjóð, kr. 210.000, að því er fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Lögreglan biðlar til fólks að fara varlega í umferðinni og vonar að umræddur ökumaður hugsi sinn gangi og komi betur stemmdur til aksturs síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert