Aðstandendur Freyju Egilsdóttur Mogensen hafa stofnað söfnunarreikning fyrir fjölskyldu hennar og börn en Freyja var myrt í heimabæ sínum, Malling, í Danmörku í síðustu viku. Hún skilur eftir sig tvö ung börn.
Eins og greint hefur verið frá játaði fyrrverandi sambýlismaður Freyju, karlmaður á sextugsaldri, að hafa orðið henni að bana.
Sjá má söfnunarreikninginn í meðfylgjandi facebookfærslu frá Jónínu, æskuvinkonu Freyju.