Ánægjuleg opnun eftir fjögurra mánaða þurrk

Þórdís Karen Þórðardóttir dælir bjór á Dönsku kránni.
Þórdís Karen Þórðardóttir dælir bjór á Dönsku kránni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skemmtistaðir og krár opna í dag fyrir viðskiptavinum eftir rúmlega fjögurra mánaða lokun í þriðju bylgju Covid-19-faraldursins. Stöðunum var lokað 4. október en opna í dag þegar tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum taka gildi.

Heim­ilt er að opna að nýju skemmti­staði, krár, spila­sali og spila­kassa að upp­fyllt­um skil­yrðum. Veit­ingastaðir með áfeng­isveit­ing­ar  skulu ekki hafa opið leng­ur en til kl. 22 á kvöld­in. Sama gild­ir um spila­kassa og spila­sali. Veit­ing­ar skulu af­greidd­ar gest­um í sæti.

„Við erum gríðarlega ánægð með að fá að opna og geta komið starfsfólki aftur í vinnu,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eig­enda Le­bowski bars, Kalda bars, Enska bars­ins, The Iris­hm­an Pub og Dönsku krá­ar­inn­ar, við mbl.is.

Björn Árnason og Kristinn Karlsson undirbúa opnun á Skúla Craft …
Björn Árnason og Kristinn Karlsson undirbúa opnun á Skúla Craft bar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hann segir einnig mikilvægt að bjóða fólki upp á annað en að vera á veitingastöðum, en kaffihús, veitingastaðir og hótelbarir gátu haft opið meirihluta tímans frá 4. október; ólíkt krám.

„Gleði kúnna okkar er því mikil,“ segir Arnar en dyrnar að stöðunum sem hann rekur opnuðu í hádeginu. Nú þegar hafa einhverjir rekið inn nefið í einn kaldan, að sögn Arnars.

Fyrsti gestur dagsins á Enska barnum.
Fyrsti gestur dagsins á Enska barnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum auðvitað opið eftir gríðarlegum takmörkunum sem við verðum að passa vel upp á og vonandi verður í framhaldinu hægt að aflétta aðeins meira,“ segir Arnar en 20 manns geta verið í hverju hólfi og þarf að viðhalda tveggja metra reglu og grímuskylda er þegar ekki er setið til borðs.

Arnar og starfsfólk staðanna undirbjuggu hólfaskiptingu alla helgina og nú hlakkar hann til að taka á móti kúnnum.

Ég hvet alla bar- og kráareigendur til að fylgja reglum og veitingastaðaeigendur til að fylgja reglum líka svo við, kráareigendur, þurfum ekki að loka aftur,“ segir Arnar.

Björn Árnason skrifar upp hvað verður í boði á Skúla …
Björn Árnason skrifar upp hvað verður í boði á Skúla í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert