Bréfasending Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningamálaráðherra til forstjóra Disney hefur borið árangur. Lilja segir í færslu á facebooksíðu sinni að vinna sé hafin við að koma íslenskum skjátextum og talsetningum í notkun á streymisveitunni Disney+.
Í síðustu viku sendi Lilja forstjóra Disney bréf og hvatti fyrirtækið til að endurskoða ákvörðun sína um að bjóða ekki upp á íslenskan texta eða talsetningu á efni streymisveitunnar Disney+.
Lilja segir á facebooksíðu sinni stefna í að efni Disney+ muni bjóða upp á íslenskan texta eða talsetningu síðar í vor og bætti við: „En ég mun þrýsta á um að verkinu verði flýtt.“
Svarið frá Disney er vísbending um góðan vilja. Vinna er hafin við að koma íslenskum skjátextum og talsetningum í notkun...
Posted by Lilja Alfreðsdóttir / Mennta- og menningarmálaráðherra. on Mánudagur, 8. febrúar 2021