Einn greinist með kórónuveiruna innanlands í gær og greindist viðkomandi við einkennasýnatöku og var í sóttkví. Þrír bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir að hafa greinst á landamærunum.
Nú eru 28 í einangrun og í 21 sóttkví. Nýgengi smita innanlands er nú 3,3 og 6 á landamærunum. Þar er miðað við á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur.
Alls eru 987 í skimunarsóttkví en voru 824 fyrir helgi. Vefurinn covid.is er ekki uppfærður um helgar.
Tekin voru 309 sýni innanlands í gær og 409 á landamærunum.
Þrettán eru á sjúkrahúsi en aðeins einn þeirra er með virkt smit.
Nítján eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu og 15 í sóttkví. Á Suðurnesjum eru fimm smit og sami fjöldi er í sóttkví. Á Suðurlandi eru tvö virk smit en enginn í sóttkví. Á Norðurlandi eystra er eitt virkt smit og einn í sóttkví. Á Vesturlandi er einn í einangrun en enginn í sóttkví.
Tvö börn eru með Covid-19 á Íslandi í dag og þau eru bæði á aldrinum eins til fimm ára. Fjögur smit eru meðal fólks á aldrinum 18-29 ára og sex hjá aldurshópnum 30-39 ára. Sex eru með kórónuveiruna á aldrinum 40-49 ára, átta á sextugsaldri og tveir á sjötugsaldri.